Nú styttist og styttist í gleðina sem verður allsráðandi hjá okkur um verslunarmannahelgina.

Við hlökkum til að njóta samverunnar í firðinum fagra og allra þeirra viðburða sem Neistaflug mun hafa upp á að bjóða í ár!

Á fimmtudagskvöldinu ætla Dúndurfréttir að troða upp í Egilsbúð og óhætt að gera ráð fyrir að þar verði mikið stuð.

Á laugardagskvöldinu verður það Stjórnin sem leikur fyrir dansi, að sjálfsögðu í Egilsbúð, en ætla má að þetta verði sannkallaður stórdansleikur!

Hér á heimasíðunni okkar mun svo vera hægt að nálgast nánari upplýsingar þegar nær dregur 🙂

Sjáumst á Neistaflugi í sumar!

Uncategorized