Logi Pedro

Logi Pedro hefur verið þekktur í íslensku tónlistarsenunni í mörg ár en hann var í hljómsveitinni Retro Stefson. Logi er eigandi Les Frères Stefson sem er útgáfufyrirtæki og vinnur mikið við upptökustjórn með þekktum hljómsveitum og tónlistarfólki eins og Sturla Atlas, Gus Gus og Emmsjé Gauta. Logi er meðlimur í 101 BOYS sem er hópur sem saman stendur af mörgum stærstu nöfnum rappsenunnar á Íslandi í dag.

Birnir kom eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf fyrir rúmu ári síðan með lögunum „Sama tíma“ og „Ekki switcha“. Hann er ungur drengur úr Kópavoginum og er í rapp hópnum KBE eða KópBoisEntertainment en meðal meðlima í þeim hópi eru Herra Hnetusmjör og Egill Spegill.

Logi og Birnir koma fram á föstudagskvöldinu á hátíðarsvæðinu.

 

Birnir