Buff og ErnaÞað eru eflaust ekki margir sem vita að hljómsveitin Buff var upphaflega stofnuð til að sjá um létta tónlist í þættinum „Björn og félagar“ sem sýndur var á stöðinni Skjár 1 árið 2000. Fengu þeir svo rosalega góðar undirtektir að þegar þættinum lauk ákváðu strákarnir í Buff að halda áfram að spila, en þá sem ballhljómsveit. Buff eru þekktir fyrir líf og fjör á sviði og verður engin undantekning gerð á lokaballi Neistaflugs í ár.

Rödd Ernu Hrannar er flestum kunn þar sem hún hefur hljómað í útvörpum landsmanna um árabil. En hún er ekki síður þekkt fyrir sönginn sinn. Hefur hún m.a. sungið með Frostrósum, farið tvisvar sinnum út í Eurosvision sem bakrödd og hefur hún keppt fjórum sinnum í undankeppninni hér heima. Buff og Erna Hrönn munu leiða saman hesta sína á sunnudagsballinu og getum við átt von á sannkölluðu neistaflugi.