Dimma

Meðlimir Dimmu eru orðnir góðkunningjar okkar Austfirðinga enda farnir að leggja leið sína hingað trekk í trekk.
Það er ekki leiðinlegt þar sem um er að ræða frábæra þungarokkshljómsveit sem hefur verið starfandi allt frá árinu 2004. Þeir koma fram fimmtudaginn 3. ágúst í Egilsbúð og er það þrusu góð upphitun fyrir frábæra helgi.