París AustursinsDJ París Austursins eru tveir kennaramenntaðir snillingar sem stigu sín fyrstu skref í DJ heiminum fyrir um ári síðan því þeim fannst vanta einhverja til þess að spila skemmtilega danstónlist fyrir dansþyrsta einstaklinga. Síðan þá má segja að frægðarsól þeirra hafi skinið – í það minnsta í Neskaupstað og meira að segja aðeins út fyrir hann. Þeir Höskuldur og William Geir munu sjá um skemmtunina á unglingaballi fyrir 14 ára og eldri í Atom á föstudagskvöldinu.