Allt frá árinu 1995 hefur hljómsveitin Dúndurfréttir haldið uppi miklu fjöri þar sem hún kemur fram. Hljómsveitin sérhæfir sig í tónleikahaldi helguðu þekktum rokkböndum á borð við Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep Purple og Uriah Heep.

Hljómsveitin hefur síðustu ár meðal annars haldið stóra tónleika í Eldborgarsal Hörpu þar sem plöturnar Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall voru fluttar í heild sinni.

Hljómsveitin heldur að þessu sinni tónleika í Egilsbúð á fimmtudagskvöldinu.

Hljómsveitina skipa Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Einar Þór Jónsson, Ólafur Hólm og Ingimundur Óskarsson.Dúndurfréttir