GRG og Coney

Norðfirðingurinn Guðmundur R. gerði upphaflega garðinn frægan með hljómsveit sinni Súellen hér á árum áður. Í seinni tíð hefur hann einbeitt sér að sólóferli sínum en fyrir síðustu plötu tók hann höndum saman með norðfirska bandinu Coney Island Babies og gáfu þeir út plötuna Þúsund ár undir merkjum Guðmundar R. Þeir ætla að spila fyrir okkur á stórtónleikunum á hátíðarsvæðinu á sunnudagskvöldinu.