Gunni og FelixÞað má segja að Gunni og Felix séu orðnir heiðurs Norðfirðingar eftir öll þessi ár en Neistaflugið hefur fyrir löngu eignað sér þá félaga. Þeir virðast alltaf jafnspenntir yfir því að mæta á Neistaflugið og við áhorfendur sömuleiðis yfir því að fá að taka á móti þeim og skemmta okkur með þeim. Flestir kunna öll þeirra lög og lagatexta og taka gestir Neistaflugs ávallt vel undir og syngja með.

Það er því engin ástæða til annars en að fá þá kappa aftur til okkar árið 2016 og hlökkum við að sjálfsögðu mikið til!