Hljómsveitin hefur það að markmiði að heiðra hina goðsagnakenndu bresku hljómsveit Queen og leitast við að ná fram og mynda hina sönnu live rokk tónleikastemningu sem einkenndi Queen. Meðlimir Killer Queen eru engir nýliðar í spilamennsku en valinn maður er í hverju rúmi. Magni Ásgeirs leiðir hópinn af miklum þokka og sýnir á sér sínar sterkustu rokkhliðar, Hvanndalsbræðurnar Valmar, Val og Sumarliða þekkja auðvitað allir og halda þeir uppi þéttum rythmanum svo skjálfa tekur sviðið. Síðast en ekki síst er hrein unun að fylgjast með tveimur allra bestu gítarleikurum þessa lands Thiago og Einari Þór er þeir takast á um gítarafrek Brian‘s May svo úr verði ótrúlegt sjónarspil manns og gítars.
killerqueen