Leikfélag Norðfjarðar_1Leikfélag Norðfjarðar var endurvakið eftir langan svefn árið 2012 og hefur félagið verið virkt síðan með því að setja upp leiksýningar á sviði ásamt öðrum minni viðburðum.

Í fyrra setti leikfélagið upp Benedikt búálf við glæsilegar undirtektir og nú um verslunarmannahelgina verða sýnd tvö atriði úr því leikriti. Benedikt búálfur, Dídí, Jósafat mannahrellir og fleiri munu koma við sögu.