Leikhópurinn Lotta var stofnaður haustið 2006 og hefur í nokkur ár skemmt börnum jafnt og fullorðna fólkinu með sínu stórskemmtilegu leiksýningum sem þau taka með sér í ferðalag um landið. Lotta sér um uppsetningu leikrita, leikmynd, búninga og stórkostlega skemmtun!

Í ár hafa þau sett upp leikritið Litaland sem er, líkt og fyrri ár, skrifað af Önnu Bergljótu Thorarensen.

  • Leikstjórn: Stefán Benedikt Vilhelmsson
  • Tónlist: Baldur Ragnarson, Björn Thorarensen og Rósa Ásgeirsdóttir
  • Söngtextar: Sævar Sigurgeirsson, Baldur Ragnarsson
  • Leikmynd: Egill Ingibergsson, Móeiður Helgadóttir
  • Búningar: Kristina Berman