Leikhópurinn Lotta

Ljóti andarunginn er ný útgáfa Leikhópsins Lottu af klassísku ævintýri H. C. Andersen um litla ungann sem hvergi virðist eiga heima. Lotta notar hér tækifærið til að takast á við það erfiða samfélagsvandamál sem einelti er. Til að bæta við skemmtanagildið og um leið styðja boðskapinn blandar Lotta saman fimm sögum en auk Ljóta andarungans kynnumst við Öskubusku, Kiðlingunum sjö, Héranum og skjaldbökunni og Prinsessunni á bauninni. Ævintýrin eru síðan öll límd saman með nýjum íslenskum lögum og úr verður sannkölluð fjölskylduskemmtun.