Pétur Örn GuðmundssonPétur Örn Guðmundsson, Pétur Örn eða jafnvel Pétur Jesú er hæfileikaríkur tónlistarmaður sem á að baki yfir 20 ár í skemmtanabransanum. Söngvari og gítarleikari Buff, söngvari og hljómborðsleikari Dúndurfrétta, bakraddasöngvari Íslands á Eurovision. Pétur hefur líklegast gert allt saman.

Nú í ár, fyrir utan að ætla að spila með hljómsveitinni sinni Buffinu og söngkonunni Ernu Hrönn á lokaballi Neistaflugs, höfum við fengið hann til liðs við okkur sem brekkusöngvara á kvöldvöku Neistaflugs. Verkefni sem við vitum að Pétur mun tækla með miklu öryggi!