Litríku piltana í Pollapönk þekkja allir Íslendingar vel. Þeir stóðu sig með stakri prýði á Eurovision og hafa gefið út stórskemmtileg lög sem nær öllum börnum þykir gaman að syngja með. Neistaflugsnefndin er stolt af því að segja að ekki aðeins munu þeir skemmta Neistaflugsgestum árið 2016, heldur munu þeir meðal annars koma fram í kvöldvökunni í kajakfjörunni, á sviði yfir daginn og á lokakvöldvökunni á sunnudagskvöldinu. Við erum samt viss um að fólk muni ekki fá nóg af þeim!

Burtu með fordóma!