Sirkus Íslands hefur verið starfræktur síðan árið 2007 og varð árið 2014 fyrsti farandssirkus Íslands þegar þau keyptu ekta sirkustjald með fjárframlögum frá þjóðinni á Karolina fund.

Nokkrir meðlimir Sirkuss Íslands munu kíkja á Neistaflug í ár og vera með skemmtileg atriði á sviði sem og rölta meðal almennings og skemmta gestum og gangandi.