Skimo-ny-myndFélagarnir í Skítamóral hafa ósjaldan heimsótt Norðfjörðinn og Egilsbúð í gegnum tíðina og spilað böll fyrir fullu húsi. Þeir eru ekki af baki dottnir og eftir langa pásu frá Neistaflugi ætla þeir að snúa aftur og spila á laugardagskvöldinu fyrir dansþyrsta Neistaflugsgesti.

Búast má við því að heyra einhver af þeirra vinsælustu smellum frá fyrri tíð.