stjórnin

Þessi merka hljómsveit er hvorki meira né minna en 30 ára í ár og hefur fagnað því með ýmsum stórviðburðum hingað til. Á Neistaflugi ætla þau að slá upp dansleik á laugardagskvöldinu í Egilsbúð og er þess að vænta að gleðin verði allsráðandi. Stjórnin á ótal hittara eins og Eitt lag enn, Við eigum samleið, Ég lifi í voninni, Láttu þér líða vel, Ég gefst ekki upp, Utan úr geimnum, Hamingjumyndir, Þessi augu, Til í allt, Ég elska alla, Ég vil að þú komir, Nei eða já, Allt í einu, Allt eða ekkert, Ekki segja aldrei, Stór orð og svona mætti lengi áfram telja. Ekki missa af þessu.