Stuðlabandið

Stuðlabandið er ein vinsælasta ballhljómsveit landsins í dag. Alvöru íslenskt sveitaball lýsir sveitinni fullkomlega en þessir gleðigjafar hafa undanfarin ár vakið gríðarlega athygli fyrir ótrúlega frammistöðu á dansleikjum víðsvegar um landið. Hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra spilagleði og líflega sviðsframkomu en þeir munu bæði troða upp á hátíðarsviðinu og svo á balli í Egilsbúð.