Þessa hljómsveit þarf vart að kynna enda oft kölluð hljómsveit allra landsmanna. Stuðmenn hafa verið starfandi allt frá árinu 1970 og er hljómsveitin því komin vel á fimmta tug í aldri.

Gleði, fjölbreytni og litadýrð hafa einkennt tónlist og framkomu hljómsveitarinnar og höfðar hún til breiðs hóps enda ein ástsælasta hljómsveit landsins fyrr og síðar.

Hljómsveitin hlaut heiðursverðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár og er vel að því komin. Við bjóðum Stuðmenn velkomna á stórtónleika Neistaflugs!

studmenn