GrillÍ nokkur ár hafa hin svokölluðu hverfagrill verið haldin í hverju hverfi fyrir sig með prýðisárangri en nú í ár verður sú breyting höfð á að hverfagrillin verða lögð niður og í staðinn ætlar Neistaflugshátíðin að bjóða gestum upp á grillaða hamborgara í miðbænum og skapa þannig ekta karnival stemningu.

Í boði verður hamborgari og drykkur á meðan birgðir endast.

Við vekjum athygli á því að grillið verður eftir skrúðgönguna sem mun hefjast fyrr í ár, eða kl. 18:30 úr hverju hverfi fyrir sig.