good-mood-smileyFyrir nokkrum árum var ákveðið að krydda Neistaflug aðeins og hvetja íbúa bæjarins til frekari þátttöku í hátíðinni með því að skipta hverfum bæjarins niður í liti og búa til smávegis samkeppni í gegnum skemmtilegar litaskreytingar og innkomu skrúðgöngunnar sem markar upphaf Neistaflugs.

Þessi hugmynd reyndist afar vinsæl og eru íbúar bæjarins alls ekki tilbúnir til þess að hverfa frá litaskiptingunni. Þeir heimamenn sem fá gesti til sín yfir helgina eru einnig duglegir að hvetja gestina til þess að klæðast viðeigandi litum, en bænum er skipt í rauðan, bláan, gulan og grænan. Sveitin fær svo að hafa alla litina í bland og er því marglituð.

Tengiliðir:
Sveitin: 
Rauðir: 
Bláir: 
Gulir: 
Grænir: