Í Neistaflugsnefnd starfa 5 galsvaskir einstaklingar. Neistaflugsnefnd sleit samstarfi við Rokk, djass og blúsklúbbinn á Nesi og er því fjölskylduhátíðin Neistaflug opinbert félag. Nú í ár á aðalfundi Neistaflugs var tekin sú ákvörðun að setja reglur um hversu lengi nefndarmeðlimir megi sitja samfleytt í nefnd til þess að tryggja að nýtt blóð kæmi reglulega inn í nefndina og að hátíðinni. Hver meðlimur má eigi sitja lengur en fjögur ár í nefnd en má koma aftur inn eftir að ár hefur liðið kjósi hann þess. Er einnig gert ráð fyrir því að nýjir meðlimir sitji í tvö ár í nefnd.

Í ár sitja í Neistaflugsnefnd:

  • Arnar Lárus Baldurson – gjaldkeri
  • Birta Sæmundsdóttir – meðstjórnandi/umsjón með kynningarmálum
  • Sigurjón Kristinsson – varaformaður
  • Soffía Björgúlfsdóttir – meðstjórnandi/umsjón með Tónatitring
  • Svanlaug Aðalsteinsdóttir – formaður/framkvæmdastjóri