Sundlaug NeskÍ Neskaupstað má finna hina ýmsu afþreyingu og má þar meðal annars nefna fína útisundlaug í hjarta bæjarins, golfvöll inn í sveit, strandblaksvöll og nýlega settan upp folfvöll (frisbí golf). 

Fjarðabyggð státar sig af fjórum útisundlaugum og er sundlaugin í Neskaupstað ein þeirra. Sundlaugin er opin alla daga vikunnar en hér má finna opnunartíma sundlauga Fjarðabyggðar.

Golfvöllur Golfklúbbs Norðfjarðar, Grænanesvöllur, er inn af botni fjarðarins. Skemmtilegur og vel hirtur völlur í fallegu umhverfi. Ekið er að vellinum eftir afleggjara til móts við býlið Miðbæ. Sími í golfskála 477 1165. Almennt daggjald er 3.500 kr. en nánari upplýsingar um gjaldskrá má nálgast á Facebooksíðu klúbbsins.

Strandblakvöllurinn og folfvöllurinn eru báðir staðsettir fyrir ofan tjaldsvæðið í Neskaupstað, en folf völlurinn teygir anga sína upp á gamla snjóflóðavarnagarðinn og inn í skógrækt sem eru rétt fyrir ofan. Frítt er að nota þessa velli en plan af holunum í folfinu má sjá hér að neðan.

 

Folfvöllur