Markaðstjaldið í miðbænum er gjöf frá Norðfirðingum til Neistaflugsnefndar og hefur verið notað til þess að gera fólki kleift að setja upp markaði og selja ýmis konar vörur á Neistaflugi og skapa þannig skemmtilega stemningu yfir helgina.

Tjaldið opnar kl. 12:00 á laugardegi og sunnudegi og er opið þar til dagskrá í miðbænum lýkur.

Blakdeild Þróttar hefur umsjón með tjaldinu á meðan Neistaflugi stendur en skráning er hjá Svönu í síma 862-9512. Plássið kostar 2.500 kr. fyrir daginn.