Dorgveiði - NeistaflugLíkt og fyrri ár verður haldin dorgveiðikeppni á bæjar- og Eimskipsbryggjunum fyrir börn 12 ára og yngri. Mikil stemning og tilhlökkun myndast hjá krökkunum við veiðina og ljóst að sjómennskan á sér bjarta framtíð á Norðfirði.

Jón Gunnar Sigurjónsson er með umsjón með keppninni en skráning fer fram á staðnum. Keppnin hefst kl. 11:00 og hvetjum við alla til að mæta tímanlega á bæjarbryggjuna.

Veitt verða verðlaun fyrir mestan aflann og stærsta fiskinn en verðlaunin eru gjafabréf í Veiðiflugunni og Fjarðasport.

Við viljum minna alla krakka á að vera í björgunarvestum og áréttum að börn eigi að vera í fylgd með fullorðnum.