KassabíllÍ ár eins og í fyrra ætlar Neistaflug að halda kassabílarallý fyrir krakka á aldrinum 7 – 15 ára. Keppnin mun fara fram við hátíðarsvæðið en kassabílar verða á staðnum til afnota fyrir keppendur.
Tveir keppendur verða í liði en hvert lið samanstendur af ökumanni og ýtara. Sá sem eldri er ákvarðar í hvaða aldursflokki liðið lendir í en keppt verður í þremur aldursflokkum:

  • 7 – 9 ára – 1 hringur
  • 10 – 12 ára – 2 hringir
  • 13 – 15 ára – 2 hringir

ATHUGIÐ: Allir keppendur þurfa að vera með hjálm og mælt er með hönskum og hnéhlífum fyrir ýtara. Keppendur þurfa að koma sjálfir með hjálminn og annan hlífðarfatnað.

Skráning á staðnum.