Kjöríshlaupið verður haldið annað árið í röð fyrir börn 12 ára og yngri á sunnudeginum kl. 13:30. Verða tvær vegalengdir, annars vegar fyrir 10-12 ára og hins vegar fyrir 9 ára og yngri.

Mæting við Jósafatssafnið og munu Íþróttaálfurinn og Solla stirða hafa umsjón með hlaupinu og leiða upphitun fyrir hlaupið.

Ís frá Kjörís verður í boði fyrir keppendur að loknu hlaupi.

 

Kjörís