Kajakfjara

Neistaflug leggur mikla áherslu á skemmtun fyrir alla aldurshópa og eru unglingarnir okkar ekki undanskildir. Kvöldvakan í kajakfjörunni er í boði fyrir þá. Bálköstur er tendraður og myndast skemmtileg útilegustemning. Í ár munu Pétur Örn og Magni Ásgeirs sjá um að halda uppi stuðinu í fjörunni.