Kajakfjara

Neistaflug leggur mikla áherslu á skemmtun fyrir alla aldurshópa og eru unglingarnir okkar ekki undanskildir.

Kvöldvakan í kajakfjörunni er í boði fyrir 13 ára og eldri en það er algjörlega vímuefnalaus skemmtun. Boðið verður upp á Coca-Cola, heitt kakó og grillaða sykurpúðar. Bálköstur er tendraður og myndast skemmtileg útilegustemning. Í ár munu strákarnir í Pollapönk sjá um að halda uppi stuðinu í fjörunni.

Kvöldvakan er á laugardagskvöldinu og hefst kl. 21:00.