Þetta árið verður breyting á kvöldvökunni á sunnudagskvöldinu en Neistaflugsnefnd þurfti að finna nýja staðsetningu vegna byggingar nýs leikskóla þar sem flugeldasýningin hefur hingað til verið haldin.

Þetta árið verður kvöldvakan haldin við gervigrasvöllinn og verður stútfull dagskrá í boði fyrir gesti Neistaflugs!

  • Gunni og Felix í boði SVN.
  • Íþróttaálfurinn og Solla stirða.
  • Gísli Einarsson með gamanmál.
  • Pétur Örn með brekkusöng.
  • Leikfélag Norðfjarðar.
  • Pollapönk.
  • Atriði frá Sirkus Íslands.
  • Buff og Erna Hrönn.
  • Flugeldasýning í boði SÚN.