Í fyrra var í fyrsta skipti haldinn ratleikur í kringum verslunarmannahelgina og reyndist það vel. Þess vegna munum við bjóða aftur upp á ratleik þetta árið og mun hann hefjast mánudaginn 25. júlí og standa yfir fram á sunnudaginn 31. júlí kl. 16:00.

Leikurinn er einfaldur og fyrir alla fjölskylduna en líklegt þykir að unga kynslóðin þurfi að leita sér hjálpar hjá eldri ættingjum við að leysa spurningarnar og öfugt. Við hvetjum alla þá sem eiga erfitt með að svara spurningum að leita sér hjálpar hjá bæjarbúum.

Leikurinn er tvíþættur og eru gefin verðlaun fyrir sitt hvorn liðinn:


  1. Spurningaleikur: svara á spurningum sem finna má á hinum ýmsu stöðum í Neskaupstað og þarf að skila svörum fyrir kl. 16:00 sunnudaginn 31. júlí í kassa í Jósafatssafninu. Við minnum fólk á að merkja blöðin með nafni og símanúmeri.

  2. Myndaleikur: taka eina mynd af hópnum við hvert kennileiti (engar reglur varðandi uppstillingu) og setja myndina á instagram, merkta #neistarat2016

Munið að nota myllumerkið #neistarat2016 og athugið að instagram reikningur þess sem setur myndirnar inn þarf að vera opinn öllum.