Strandblakmót blakdeildar Þróttar hefur átt sinn sess á Neistaflugi í nokkur ár og jafnvel fyrir komu strandblakvallarins.

Í ár verður keppt í tveggja manna liðum. Keppt verður í A og B flokki kvenna og karla ef næg þátttaka næst. Leikjafyrirkomulag ræðst af þátttökufjölda.

Skráning liðsins fer fram í gegnum Facebook viðburð blakdeildarinnar, en þeir sem ekki eru með Facebook geta sent skráningu í tölvupósti á netfangið throtturnesblak@gmail.com.

Skráningu lýkur kl. 13:00 laugardaginn 30. júlí en ekki verður tekið við skráningum á staðnum.

Þátttökugjald er 2.000 kr. á lið.