Hér áður fyrr var Tónatitringur fastur liður á Neistaflugi. Þá fengu óreyndari söngvarar bæjarins að spreyta sig á sviði ásamt reyndari söngvurum og var alltaf mikil eftirvænting eftir þessu kvöldi. Hins vegar lagðist Tónatitringur af um árabil vegna þess að þátttakan varð dræm.

Í fyrra var Tónatitringurinn endurvakinn og ætlum við að halda hann aftur í ár með frábærum söngvurum í broddi fylkingar. Útvarpsmaðurinn hressi Ásgeir Páll mun vera kynnir kvöldsins og að loknum Tónatitringi mun hann skipta um hlutverk og sjá gestum fyrir skemmtilegri danstónlist.